Framkvæmdastjóri LUMINA

Ungt en framsækið hugbúnaðarfyrirtæki á heilbrigðisvísindasviði leitar eftir öflugum framkvæmdastjóra, sem er fær um að vaxa með fyrirtækinu frá sprota til alþjóðlegrar starfsemi.

 

Starfshlutfall er 100%


Helstu verkefni og ábyrgð

 • Uppbygging og þróun fyrirtækisins til skemmri og lengri tíma
 • Ábyrgð á markaðs- & sölustarfi á heimamarkaði og sókn á markaði í skandinavíu.
 • Áætlanagerð, uppgjör og rekstur
 • Samskipti við þróunarteymi sem er staðsett erlendis
 • Samskipti og þjónusta við viðskiptavini

 

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Háskólamenntun sem nýtist í starfi
 • Faglegur metnaður og skipulögð vinnubrögð
 • Marktæk reynsla á sviði fjármála, reksturs, upplýsingatækni, markaðsmála eða stjórnunar
 • Góð tölvuþekking
 • Traust framkoma og trúverðugleiki
 • Hæfileiki til að tjá sig í ræðu og á riti
 • Góð enskukunnátta, sænsku- eða dönskukunnátta æskileg en ekki skilyrði

 

Um er að ræða 100% starf framkvæmdastjóra félagsins og er starfið er laust frá 1. maí  2018 eða eftir samkomulagi.

 

Umsóknarfrestur er til 23. apríl2018 og skuluvottfestar upplýsingar um nám og fyrri störf fylgja umsókn.

 

Deila starfi