Sumarstörf 2018

Á hverju sumri hefur Distica ráðið til sín ungmenni til afleysinga í ýmis störf, flest í vöruhúsum félagsins við Hörgatún og Suðurhraun.
Þeim sem hafa hug á að koma til greina í þessi störf er bent á að fylla út umsókn með því að smella á hlekkin hér að neðan. Vinsamlegast látið ferilskrá fylgja með.

Athugið að umsækjendur verða að vera 18 ára á þessu ári til að mega starfa hjá okkur.
Unnið verður úr umsóknum þegar líður að vori en öllum umsækjendum verður svarað.

Nánari upplýsingar veitir Pétur Veigar Pétursson í síma 897-1626 eða petur@veritas.is

Deila starfi