Velkomin/n á ráðningarvef Stoðar


  • Markmið okkar er að hjá okkur starfi aðeins bestu starfsmennirnir sem völ er á hverju sinni. Stefnt er að því að þeir séu vel menntaðir, rétt þjálfaðir og hæfir til að sinna starfi sínu af fagmennsku, alúð og ánægju.

  • Við leggjum áherslu á velferð starfsmanna og höfum gildin okkar, áreiðanleika, framsækni og hreinskiptni í hávegum.

  • Staðið er faglega að ráðningum og móttöku nýrra starfsmanna, fylgst er með starfsþróun einstaklinga og hlúð að mannauðsbætandi þáttum.

  • Í ráðningarferlinu er trúnaður í fyrirrúmi og öllum umsækjendum sem sækja um starf er svarað.

  • Haft er samband við umsækjendur ef tækifæri býðst sem hentar viðkomandi en best er að fylgjast með auglýsingum um laus störf sem birtast hér neðar á síðunni. Ef ekkert starf er laust, er velkomið að leggja inn almenna umsókn um starf og verður hún vistuð hjá okkur næstu 6 mánuði.